Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 10:45 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Þrjár slíkar eru fyrirhugaðar á Íslandi sem stendur og segir talsmaður Tesla að tilkynnt verði um fleiri þegar fram líða stundir. Getty/Justin Sullivan Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi. Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi.
Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35