Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 08:45 Catalina Ncogo á leiðinni í dómsal. Fréttablaðið/Vilhelm Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. „Ég missti allt innbúið mitt og allar eigur mínar á Íslandi í brunanum. Þetta er mjög sorglegt allt saman,“ sagði Catalina í samtali við Þórarinn Þórarinsson á Fréttablaðinu í gær. Catalina varð þekkt sem vændiskona á Íslandi fyrir rúmum áratug eftir að hafa flutt til Íslands með íslenskum manni frá Miðbaugs-Gíneu. Voru viðskipti hennar orðin svo umfangsmikil að fleiri konur gengu til liðs við starfsemi hennar sem rekin var á Hverfisgötu, næsta húsi við lögreglustöðina í Reykjavík. Líklega vakti ekkert viðtal við Catalinu meiri athygli en það sem hún veitti Björk Eiðsdóttur í Vikunni. Hún dró síðar úr ummælum sínum. Skaðabótaskylda ekki viðurkennd Var hún ákærð fyrir mansal en sýknuð af þeim ákærulið. Þá hlaut hún dóma fyrir að hrækja á lögreglumann og að ráðast á nágranna sem var að ryksuga ganginn í fjölbýlishúsi. Hlaut hún fimmtán mánaða dóm en hafði áður verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot. Catalina tjáir Þórarni, sem skrifaði ævisögu Catalinu á sínum tíma - Hið dökka man, að hún hafi selt íbúð sína hér á landi eftir að hafa setið af sér dóma sína. Hún hafi komið eignum sínum í geymslu en dvalið mikið erlendis. Allt sem hún hafi unnið sér inn hafi fuðrað upp í brunanum. Mál Catalinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun október. Þar gæti verið við ramman reip að draga vegna þess að Geymslur hafa þegar verið sýknaðar í sambærilegu máli. Málskostnaður var þó felldur niður í málinu. Í málinu var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins sem var ekki viðurkennd. Voru Geymslur sýknaðar á þeirri forsendu að um húsaleigusamning væri að ræða aðila á milli en ekki geymslusamningur. Það var sérstaklega tekið fram í samningnum. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ sagði Guðni Á. Haraldsson lögmaður, sem gætti réttinda stefnenda í málinu, eftir að dómur var kveðinn upp í júní. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Vitjaði munanna Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður sem gætir hagsmuna Catalinu segir í samtali við Vísi að mál hennar sé auðvitað áþekkt fyrrnefndu máli. Sá munur sé þó á að Catalina hafi á sínum tíma farið og vitjað eignanna sem hafi verið til að einhverju leyti. „Það var auðvitað allt ónýtt vegna reykskemmda og vatnsskemmda,“ segir Ólafur en í framhaldinu hafi þau fengið kunnáttumann til að meta tjónið. Fyrir vikið geti þau gert fjárkröfu en það hafi sumir aðrir ekki getað því allt hafi fuðrað upp. Dómsmál Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15 Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45 Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04 Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50 Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. „Ég missti allt innbúið mitt og allar eigur mínar á Íslandi í brunanum. Þetta er mjög sorglegt allt saman,“ sagði Catalina í samtali við Þórarinn Þórarinsson á Fréttablaðinu í gær. Catalina varð þekkt sem vændiskona á Íslandi fyrir rúmum áratug eftir að hafa flutt til Íslands með íslenskum manni frá Miðbaugs-Gíneu. Voru viðskipti hennar orðin svo umfangsmikil að fleiri konur gengu til liðs við starfsemi hennar sem rekin var á Hverfisgötu, næsta húsi við lögreglustöðina í Reykjavík. Líklega vakti ekkert viðtal við Catalinu meiri athygli en það sem hún veitti Björk Eiðsdóttur í Vikunni. Hún dró síðar úr ummælum sínum. Skaðabótaskylda ekki viðurkennd Var hún ákærð fyrir mansal en sýknuð af þeim ákærulið. Þá hlaut hún dóma fyrir að hrækja á lögreglumann og að ráðast á nágranna sem var að ryksuga ganginn í fjölbýlishúsi. Hlaut hún fimmtán mánaða dóm en hafði áður verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot. Catalina tjáir Þórarni, sem skrifaði ævisögu Catalinu á sínum tíma - Hið dökka man, að hún hafi selt íbúð sína hér á landi eftir að hafa setið af sér dóma sína. Hún hafi komið eignum sínum í geymslu en dvalið mikið erlendis. Allt sem hún hafi unnið sér inn hafi fuðrað upp í brunanum. Mál Catalinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun október. Þar gæti verið við ramman reip að draga vegna þess að Geymslur hafa þegar verið sýknaðar í sambærilegu máli. Málskostnaður var þó felldur niður í málinu. Í málinu var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins sem var ekki viðurkennd. Voru Geymslur sýknaðar á þeirri forsendu að um húsaleigusamning væri að ræða aðila á milli en ekki geymslusamningur. Það var sérstaklega tekið fram í samningnum. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ sagði Guðni Á. Haraldsson lögmaður, sem gætti réttinda stefnenda í málinu, eftir að dómur var kveðinn upp í júní. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Vitjaði munanna Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður sem gætir hagsmuna Catalinu segir í samtali við Vísi að mál hennar sé auðvitað áþekkt fyrrnefndu máli. Sá munur sé þó á að Catalina hafi á sínum tíma farið og vitjað eignanna sem hafi verið til að einhverju leyti. „Það var auðvitað allt ónýtt vegna reykskemmda og vatnsskemmda,“ segir Ólafur en í framhaldinu hafi þau fengið kunnáttumann til að meta tjónið. Fyrir vikið geti þau gert fjárkröfu en það hafi sumir aðrir ekki getað því allt hafi fuðrað upp.
Dómsmál Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15 Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45 Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04 Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50 Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15
Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45
Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04
Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50
Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00