Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:00 Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar