Gleðileg tímamót á vettvangi skapandi greina Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. september 2019 07:00 Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll!
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun