Af kaffivél skuluð þið læra Kári Stefánsson skrifar 3. september 2019 07:00 Það er kýrskýrt hvað þingmenn eru að gera þegar þeir greiða atkvæði á Alþingi. Þeir eru annaðhvort að styðja framgang máls eða að reyna að hefta hann. Það er líka deginum ljósara í langflestum tilfellum hvers vegna þeir greiða atkvæði eins og þeir gera. Þeir greiða atkvæði eins og aðrir í sama stjórnmálaflokki. Þeir fylgja flokkslínum þótt þær liggi fram af hamrinum. Þess vegna veita atkvæðagreiðslur á Alþingi okkur litla möguleika á því að skilja hvaða afstöðu hver þingmaður út af fyrir sig hefur til mála. Meðal alþingismanna er mjög hæfileikaríkt fólk og flinkt en í hjörðum eins og stjórnmálaflokkarnir eru í dag hafa hæfileikar þeirra sjaldnast áhrif vegna þess að þar ræður samnefnari þess sem smæst er í mannssálinni. Sá samnefnari á erfitt með að þola aðrar skoðanir en eigin og alls ekki þeirra sem hafa eitthvað skynsamlegt til málanna að leggja. Orkupakki númer þrjú er gott dæmi um mál sem er umdeilt að því marki að það er ólíklegt að allir innan sama þingflokks hafi á honum sömu skoðun. Engu að síður féllu atkvæði um hann með einni undantekningu nákvæmlega eftir flokkslínum. Undantekningin er Ásmundur Friðriksson sem er einfaldlega illa upplýstur um sinn flokk, vegna þess að hann er sífellt úti að aka á svæðum þar sem er lítið símasamband. Mín kenning er sú að mannkostur á Alþingi sé nokkurn veginn sá sem þjóðin eigi skilið, en hann nýtist illa vegna þess að stjórnmálaflokkarnir í núverandi mynd gegni fyrst og fremst því hlutverki að kæfa nýjar hugsanir og takmarka skoðanafrelsi. Þess vegna er knýjandi þörf á því að breyta stjórnmálaflokkunum og bæta, setja þeim nýjar reglur. Það er ekki auðvelt að sjá fyrir sér hvernig best væri að standa að slíkum bótum, en ég á kaffivél frá Siemens sem hefur nú þegar lagt töluvert af mörkum til hugmyndafræðilegs undirbúnings að tillögum mínum. Þetta er kaffivélin sem býr til kaffið sem ég drekk á morgnana áður en ég fer í vinnuna, og er býsna gott. Það þýðir einfaldlega að hún vinnur sitt verk með prýði sem stjórnmálaflokkarnir gera ekki. Oft á tíðum talar kaffivélin við mig þegar ég stend fyrir framan hana og segir til dæmis: „watertank almost empty“, eða vatnstankurinn nær tómur, og þá stendur mér ekki annað til boða en að fylla hann af vatni. Þessi kaffivél ætlast nefnilega til skilyrðislausrar hlýðni og ef hún fær ekki vatnið beitir hún fantaskap og neitar mér um kaffi. Stundum segir hún líka: „fill bean container“, eða fylltu kaffibaunatrogið, og það sama gildir hér, ef ég hlýði ekki fæ ég ekki kaffi. Nokkrum sinnum þegar ég hef verið sérstaklega geðvondur eins og hendir mig þegar ég er nývaknaður hef ég svarað henni með: „Ef þú ert með svona frekju er lágmark að þú talir móðurmálið þitt.“ En það býttar engu, vatn og baunir eða ég fæ ekkert kaffi og hún segir ekki orð á þýsku. Þetta virkar fyrir hana og kaffivélin fær alltaf það sem hún vill. Af þessu má draga lærdóm og setja þá reglu að ef alþingismenn greiða atkvæði með málefnum sem stangast beint á við þá grundvallarstefnu sem þeir segja kjósendum fyrir kosningar að þeir ætli að styðja þá fái þeir ekkert kaffi það sem eftir er kjörtímabilsins. Gott dæmi um slíkt var þegar þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar greiddu atkvæði með þriðja orkupakkanum, sem miðast við að einkavæða orkusölu sem gengur í berhögg við hugmyndafræði félagshyggjunnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði með orkupakkanum þriðja fengju hins vegar kaffið sitt og eins margar ábætur og þeir gætu í sig látið. Þetta væri að vísu ekki meiri háttar regla, menn hafa oft lifað vel og lengi án kaffis. Það er í þriðju tilskipun kaffivélarinnar sem ég held að lykillinn að betra lífi stjórnmálaflokkanna felist og hún hljómar svona: „empty drip tray“, eða tæmdu skítaskúffuna, og þá er eins gott að sturta korginum sem einu sinni var baunir og síðan nýmalað kaffi og núna gagnslaust drasl ofan í vask eða ruslafötu. Ímyndið ykkur ef stjórnmálaflokkarnir hefðu það aðhald sem kaffivélin veitir og það yrði sagt við þá þegar þörf krefur: empty drip tray eða tæmið skítaskúffuna. Ef þannig kerfi væri til staðar er öruggt að Steingrímur J. Sigfússon myndi ekki verma sæti alþingisforseta heldur væri hann órofa partur af urðuðum alþingiskorgi. Hann stofnsetti nefnilega stjórnmálaflokk sem átti að vera félagshyggjuflokkur með áherslu á umhverfismál, en yljar sér nú við hitann frá sex þúsund tonnum af kolum sem eru brennd ár hvert á Bakka til dýrðar auðhyggjunni. Segir eitt við kjósendur og gerir hitt. Empty drip tray. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kýrskýrt hvað þingmenn eru að gera þegar þeir greiða atkvæði á Alþingi. Þeir eru annaðhvort að styðja framgang máls eða að reyna að hefta hann. Það er líka deginum ljósara í langflestum tilfellum hvers vegna þeir greiða atkvæði eins og þeir gera. Þeir greiða atkvæði eins og aðrir í sama stjórnmálaflokki. Þeir fylgja flokkslínum þótt þær liggi fram af hamrinum. Þess vegna veita atkvæðagreiðslur á Alþingi okkur litla möguleika á því að skilja hvaða afstöðu hver þingmaður út af fyrir sig hefur til mála. Meðal alþingismanna er mjög hæfileikaríkt fólk og flinkt en í hjörðum eins og stjórnmálaflokkarnir eru í dag hafa hæfileikar þeirra sjaldnast áhrif vegna þess að þar ræður samnefnari þess sem smæst er í mannssálinni. Sá samnefnari á erfitt með að þola aðrar skoðanir en eigin og alls ekki þeirra sem hafa eitthvað skynsamlegt til málanna að leggja. Orkupakki númer þrjú er gott dæmi um mál sem er umdeilt að því marki að það er ólíklegt að allir innan sama þingflokks hafi á honum sömu skoðun. Engu að síður féllu atkvæði um hann með einni undantekningu nákvæmlega eftir flokkslínum. Undantekningin er Ásmundur Friðriksson sem er einfaldlega illa upplýstur um sinn flokk, vegna þess að hann er sífellt úti að aka á svæðum þar sem er lítið símasamband. Mín kenning er sú að mannkostur á Alþingi sé nokkurn veginn sá sem þjóðin eigi skilið, en hann nýtist illa vegna þess að stjórnmálaflokkarnir í núverandi mynd gegni fyrst og fremst því hlutverki að kæfa nýjar hugsanir og takmarka skoðanafrelsi. Þess vegna er knýjandi þörf á því að breyta stjórnmálaflokkunum og bæta, setja þeim nýjar reglur. Það er ekki auðvelt að sjá fyrir sér hvernig best væri að standa að slíkum bótum, en ég á kaffivél frá Siemens sem hefur nú þegar lagt töluvert af mörkum til hugmyndafræðilegs undirbúnings að tillögum mínum. Þetta er kaffivélin sem býr til kaffið sem ég drekk á morgnana áður en ég fer í vinnuna, og er býsna gott. Það þýðir einfaldlega að hún vinnur sitt verk með prýði sem stjórnmálaflokkarnir gera ekki. Oft á tíðum talar kaffivélin við mig þegar ég stend fyrir framan hana og segir til dæmis: „watertank almost empty“, eða vatnstankurinn nær tómur, og þá stendur mér ekki annað til boða en að fylla hann af vatni. Þessi kaffivél ætlast nefnilega til skilyrðislausrar hlýðni og ef hún fær ekki vatnið beitir hún fantaskap og neitar mér um kaffi. Stundum segir hún líka: „fill bean container“, eða fylltu kaffibaunatrogið, og það sama gildir hér, ef ég hlýði ekki fæ ég ekki kaffi. Nokkrum sinnum þegar ég hef verið sérstaklega geðvondur eins og hendir mig þegar ég er nývaknaður hef ég svarað henni með: „Ef þú ert með svona frekju er lágmark að þú talir móðurmálið þitt.“ En það býttar engu, vatn og baunir eða ég fæ ekkert kaffi og hún segir ekki orð á þýsku. Þetta virkar fyrir hana og kaffivélin fær alltaf það sem hún vill. Af þessu má draga lærdóm og setja þá reglu að ef alþingismenn greiða atkvæði með málefnum sem stangast beint á við þá grundvallarstefnu sem þeir segja kjósendum fyrir kosningar að þeir ætli að styðja þá fái þeir ekkert kaffi það sem eftir er kjörtímabilsins. Gott dæmi um slíkt var þegar þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar greiddu atkvæði með þriðja orkupakkanum, sem miðast við að einkavæða orkusölu sem gengur í berhögg við hugmyndafræði félagshyggjunnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði með orkupakkanum þriðja fengju hins vegar kaffið sitt og eins margar ábætur og þeir gætu í sig látið. Þetta væri að vísu ekki meiri háttar regla, menn hafa oft lifað vel og lengi án kaffis. Það er í þriðju tilskipun kaffivélarinnar sem ég held að lykillinn að betra lífi stjórnmálaflokkanna felist og hún hljómar svona: „empty drip tray“, eða tæmdu skítaskúffuna, og þá er eins gott að sturta korginum sem einu sinni var baunir og síðan nýmalað kaffi og núna gagnslaust drasl ofan í vask eða ruslafötu. Ímyndið ykkur ef stjórnmálaflokkarnir hefðu það aðhald sem kaffivélin veitir og það yrði sagt við þá þegar þörf krefur: empty drip tray eða tæmið skítaskúffuna. Ef þannig kerfi væri til staðar er öruggt að Steingrímur J. Sigfússon myndi ekki verma sæti alþingisforseta heldur væri hann órofa partur af urðuðum alþingiskorgi. Hann stofnsetti nefnilega stjórnmálaflokk sem átti að vera félagshyggjuflokkur með áherslu á umhverfismál, en yljar sér nú við hitann frá sex þúsund tonnum af kolum sem eru brennd ár hvert á Bakka til dýrðar auðhyggjunni. Segir eitt við kjósendur og gerir hitt. Empty drip tray.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar