Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2019 06:15 Mikilvægt er að stöðva losun kolefnis með endurheimt jarðvegs og auka skógrækt til að binda kolefni. Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira