Gary brosti til Óla Jó eftir síðara markið: „Gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2019 19:45 Gary Martin ræðir við Stöð 2 Sport í leikslok. vísir/skjáskot Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati.And that’s all she wrote— Gaz Martin (@G9bov) September 1, 2019 „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati.And that’s all she wrote— Gaz Martin (@G9bov) September 1, 2019 „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30