Jóhannes Karl svekktur hvernig KR kom inn í síðari hálfleikinn og fannst dómarinn flautuglaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 19:32 Jóhannes Karl var líflegur í kvöld eins og svo oft áður. vísir/vilhelm „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00