Ætla að draga úr notkun sýklalyfja og sterkra verkjalyfja Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2019 21:41 Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“ Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira