Handbolti

Skanderborg sótti jafntefli til meistaranna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði í leik með Álaborg.
Janus Daði í leik með Álaborg. vísir/getty
Skanderborg náði í jafntefli gegn dönsku meisturunum í Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Liðin skiptust á að komast yfir í upphafi en svo tóku meistararnir völdin og komust þremur mörkum yfir. SKanderborg gafst ekki upp og náði að jafna metin en var samt 12-10 undir í hálfleik.

Álaborg var áfram með yfirhöndina fram eftir í seinni hálfleik en á 57. mínútu náði Skanderborg að jafna í 24-24.

Kristoffer Laursen kom Álaborg yfir þegar 50 sekúndur voru eftir af leiknum. Marcus Mörk náði að jafna metin fyrir Skanderborg. Meistararnir fengu um 15 sekúndur til þess að stela sigrinum en náðu því ekki, lokatölur 26-26.

Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Álaborg í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×