Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði? Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun