Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 15:15 Bílalestin lokaði hægri akrein Kringlumýrarbrautar í suðurátt, nánast frá Háaleitisbraut að Miklubraut. Ásmundur Jónsson Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér. Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér.
Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent