Töluverður erfðamunur á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2019 12:50 Bleikjur í Þingvallavatni í byrjun september þessa árs. Vísir/Karl Lúðvíksson Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd. Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd.
Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00
Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00
Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42