Á sandi byggði… Jón Ingi Hákonarson, Karl Pétur Jónsson og Sara Dögg Svanhildardóttir og Valdimar Birgisson skrifa 18. september 2019 10:00 Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Sara Dögg Svanhildardóttir Seltjarnarnes Sorpa Umhverfismál Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun