Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 18:24 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Viðskipti innlent Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Viðskipti innlent Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Viðskipti innlent Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Viðskipti innlent Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Viðskipti innlent Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Ragnhildur, Svavar og Hreinn nýir stjórnendur hjá N1 Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Leita að einhverjum til að reka Kolaportið áfram á sama stað Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Hrund nýr fjármálastjóri Íslandshótela Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Keyptu Björgólf strax út úr Heimum Stólaleikur í Svörtuloftum Jón stýrir markaðsmálunum hjá N1 Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Viðskipti innlent Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Viðskipti innlent Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Viðskipti innlent Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Viðskipti innlent Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Viðskipti innlent Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Ragnhildur, Svavar og Hreinn nýir stjórnendur hjá N1 Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Leita að einhverjum til að reka Kolaportið áfram á sama stað Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Hrund nýr fjármálastjóri Íslandshótela Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Keyptu Björgólf strax út úr Heimum Stólaleikur í Svörtuloftum Jón stýrir markaðsmálunum hjá N1 Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59