Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 18:24 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59