Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. september 2019 06:15 Haraldur fundaði með dómsmálaráðherra í gær. Eftir fundinn sagði hann við fjölmiðla að of mikið hefði verið gert úr orðum hans um að spilling þrífist innan lögreglunnar. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24