Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun