Handbolti

Sveinn klúðraði ekki skoti og Arnar Birkir kom að sex mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Birkir lék vel í kvöld.
Arnar Birkir lék vel í kvöld. vísir/vilhelm
SønderjyskE fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en þeir unnu í kvöld þrettán marka sigur, 36-23, á KIF Kolding í Íslendingaslag.

Mikið var skorað í fyrri hálfleiknum en SønderjyskE leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 20-15.

Þjálfararnir hafa eitthvað rætt um þétta raðirnar í hálfleik því Kolding skorað einungis átta mörk í síðari hálfleik og SønderjyskE gekk á lagið.

Sveinn Jóhannsson nýtti öll fjögur færi sín af línunni og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur í liði SønderjyskE.

Þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum í 4. sætinu en Kolding er án stiga á botni deildarinnar. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×