Öryggi sjúklinga Alma Dagbjört Möller skrifar 16. september 2019 07:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar