Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 22:56 Omar segir mikilvægt að Demókrataflokkurin beiti sér fyrir mannúðlegri innflytjendalöggjöf. Vísir/Getty Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22
Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42