Enski boltinn

De Gea loks búinn að skrifa undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Gea fagnar marki í leik með Manchester United fyrr á tímabilinu.
De Gea fagnar marki í leik með Manchester United fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty
Spænski markvörðurinn hefur dregið það að skrifa undir nýjan samning þar sem hann hefur viljað fá staðfestingu á því að liðið geti barist um titla á næstu árum. Hvort það verði raunin er annað mál.

Bæði Juventus og Paris Saint-German voru farin að gera hosur sínar grænar en De Gea hefði orðið samningslaus næsta sumar og því mátt ræða við félögin strax í janúar. 

The Mirror greinir frá þessu en enn á eftir að fá staðfestingu frá Manchester United eða umboðsskrifstofu De Gea. 

Samningurinn hljómar upp á 250 þúsund pund á viku í grunnlaun en það gerir tæplega 39 milljónir íslenskar. Takist De Gea að haka í alla frammistöðu bónus klásúlur samningsins gæti hann hins vegar fengið allt að 350 þúsund pund á viku. 

Frammistöður De Gea undanfarið hafa ekki verið upp á marga fiska en Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast eflaust til að nýr samningur hjálpi De Gea að ná stöðugleika í sínum leik en markvörðurinn knái hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×