„Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 13:47 Joey Barton hefur stofnað hlaðvarp á meðan hann leitar nýs þjálfarastarfs. Hann stýrði Fleetwood Town frá 2018 til 2021 og tók sama ár við Bristol Rovers en hefur verið án starfs frá því að honum var sagt upp á þeim bænum 2023. Vísir/Getty Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira