Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 21:30 Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga. Noregur Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga.
Noregur Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira