Segir það „slæmt þegar lífsnauðsynlegt lyf fæst ekki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2019 19:30 Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira