Stálu fartölvum og farangri af flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 09:15 Basehótel er á gamla varnarsvæðinu. Skjáskot/VF Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira