Áhættuleikkona stefnir framleiðendum Resident Evil vegna hryllilegs slyss á tökustað Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:37 Olivia Jackson hefur greint skilmerkilega frá bataferli sínu eftir slysið á Instagram. Skjáskot/@oliviathebandit Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira