Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 18:59 Steinunn Þóra og Inga skipust á orðum í dag. Samsett/ Alþingi/Vilhelm Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni. Alþingi Félagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira
Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira