Innlögnum ungs fólks á sjúkrahús vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2019 19:15 Ungu folki sem lagt er inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu fimm árum. Mikið er um að fólk blandi saman kókaíni og lyfseðilskyldum lyfjum, sem er stórhættulegt að mati yfirlæknis. Undanfarin ár hafa á hverju ári um 2500 manns komiðá bráðadeildir vegna lyfjaeitrana og af þeim hafa um þúsund manns verið lagðir inn. Flestir eru á aldrinum 25- 29 ára. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis komu 365 manns áþessum aldri á bráðadeildir vegna lyfjaeitrana árið 2018 og þar af voru 139 sem voru lagðir inn. Árið 2013 voru 99 manns lagðir inn og hefur því orðið fjörutíu prósent aukning á fjölda þeirra sem voru lagðir inn. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis virðist sem innlögnum vegna lyfjaeitrana haldi áfram að fjölga en það sem af er ári hafa 621 verið lagðir inn. Sumir koma oftar en einu sinni. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir aðí sumar hafi ákveðnum toppi verið náðí komum og innlögnum á bráðamóttökuna vegna lyfjaeitrana. Síðast hafi verið toppur íársbyrjun 2018 sem tengdist notkun á sterkum verkjalyfjum, svokölluðum ópíóðum. „Með samhentu átaki tókst að draga úr því. Núna erum við að sjá aukningu í kókaíni og blöndunum lyfja þar sem lyfseðilskyld lyf koma við sögu,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. „Fólk kemur til okkar annaðhvort í því ástandi að það er meðvitundarskert eða jafnvel hefur orðið öndunarstopp eða hjartastopp vegna neyslunnar,“ segir Jón Magnús. Eða að fólk hafi fengið neikvæða upplifun af lyfinu, sem þaðátti ekki von á. „Það getur fengið brjóstverki, það getur fengið hjartsláttartruflanir og jafnvel krampa,“ segir Jón Magnús en síðustu helgi komu komu fjórán manns á bráðamóttökuna vegna neyslu eða lyfjainntöku. „Það er alltaf áhyggjuefni þegar það verður aukning í neyslu, sérstaklega þegar við sjáum að ný efni bætast ofan áþað sem er fyrir. Við erum að sjá aukna neyslu núna á kókaíni og það virðist koma ofan áþað sem er fyrir er en er ekki að koma í staðinn fyrir það,“ segir Jón Magnús. Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ungu folki sem lagt er inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu fimm árum. Mikið er um að fólk blandi saman kókaíni og lyfseðilskyldum lyfjum, sem er stórhættulegt að mati yfirlæknis. Undanfarin ár hafa á hverju ári um 2500 manns komiðá bráðadeildir vegna lyfjaeitrana og af þeim hafa um þúsund manns verið lagðir inn. Flestir eru á aldrinum 25- 29 ára. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis komu 365 manns áþessum aldri á bráðadeildir vegna lyfjaeitrana árið 2018 og þar af voru 139 sem voru lagðir inn. Árið 2013 voru 99 manns lagðir inn og hefur því orðið fjörutíu prósent aukning á fjölda þeirra sem voru lagðir inn. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis virðist sem innlögnum vegna lyfjaeitrana haldi áfram að fjölga en það sem af er ári hafa 621 verið lagðir inn. Sumir koma oftar en einu sinni. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir aðí sumar hafi ákveðnum toppi verið náðí komum og innlögnum á bráðamóttökuna vegna lyfjaeitrana. Síðast hafi verið toppur íársbyrjun 2018 sem tengdist notkun á sterkum verkjalyfjum, svokölluðum ópíóðum. „Með samhentu átaki tókst að draga úr því. Núna erum við að sjá aukningu í kókaíni og blöndunum lyfja þar sem lyfseðilskyld lyf koma við sögu,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. „Fólk kemur til okkar annaðhvort í því ástandi að það er meðvitundarskert eða jafnvel hefur orðið öndunarstopp eða hjartastopp vegna neyslunnar,“ segir Jón Magnús. Eða að fólk hafi fengið neikvæða upplifun af lyfinu, sem þaðátti ekki von á. „Það getur fengið brjóstverki, það getur fengið hjartsláttartruflanir og jafnvel krampa,“ segir Jón Magnús en síðustu helgi komu komu fjórán manns á bráðamóttökuna vegna neyslu eða lyfjainntöku. „Það er alltaf áhyggjuefni þegar það verður aukning í neyslu, sérstaklega þegar við sjáum að ný efni bætast ofan áþað sem er fyrir. Við erum að sjá aukna neyslu núna á kókaíni og það virðist koma ofan áþað sem er fyrir er en er ekki að koma í staðinn fyrir það,“ segir Jón Magnús.
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira