Hárteygjan fyrir dótturina rauk upp í verði hjá Íslandspósti Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 16:49 Veru brá þegar heildarkostnaður við drasl sem hún pantaði fyrir dóttur sína frá Ali Express lá fyrir. Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent