Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 15:38 Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. nóvember. Vísir/EPA Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu. Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47