Ólöf og Heiða komnar í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 11:31 Ólöf hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði en Heiða Björk sakar hana um þekkingarleysi á vandamálinu. Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi.
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00
Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36