Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2019 11:34 Einn sakborninga mætir í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira