Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað.
„Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.

„Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.
Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð
Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.„Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías.
Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur.
„Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías.

Hefði ekki látið slag standa
Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til.Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám?
„Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“