„Hann vegur að æru minni“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 21:00 Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira