Arnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 17:26 Arnar Gunnlaugsson er sáttur með sumarið hjá Víkingi vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn