Meta upplifun ferðamanna á Íslandi með nýjum jafnvægisás ferðamála Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 13:44 Ferðamenn í Jökulsárlóni. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi vöxtur verður í ferðaþjónustu næstu árin og Íslendingar standa sig vel í greininni í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er niðurstaða stefnumótunarvinnu sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála og hagsmunahópum í ferðaþjónustu sem kynnt verður í dag. Ferðamálaráðherra mun kynna nýja framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og Jafnvægisás ferðamála í dag. Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni greinarinnar en Jafnvægisásin er nýtt stjórntæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Framtíðarsýnin var unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er nýtt og viðamikið stjórntæki í íslenskri ferðaþjónstu sem á að segja til um það hvar ferðaþjónustan stendur. Er þetta í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á heimvísu.Ólafur Árnason hjá verkfræðistofunni Eflu.Ólafur Árnason, hjá Verkfræðistofunni Eflu, er verkefnastjóri Jafnvægisássins. „Jafnvægisás ferðmála er í rauninni mælitæki til að mæla álag vegna fjölda ferðamanna á umhverfi, samfélag, innviði og efnahag. Rótin að þessu er sú að þessi mikli vöxtur sem að var í ferðamennsku og hefur verið á síðustu árum ýtti undir það að við fengum betra yfirlit og skildum betur hvaða álag þetta var að mynda í samfélagi og umhverfi okkar í dag. Með jafnvægisásnum erum við búin að setja upp kerfi þar sem við getum mælt og metið hvert álag af völdum ferðamanna er á landinu í dag og til framtíðar,“ segir Ólafur. Ólafur segir vinnuna við jafnvægisásinn hafa staðfest þann grun sem áður var um álag á innviði landsins og kolefnisfótspor ferðamennskunnar. „Það kom kannski á óvart er hversu vel við erum að standa okkur í ferðaþjónustu þrátt fyrir mikinn vöxt á síðustu árum. Miðað við meðmælaskor stöndum við hátt í samanburði við aðrar þjóðir. En það er og verður áskorun að viðhalda því. Þrátt fyrir þær áskoranir sem eru í ferðaþjónustunni í dag erum við að horfa til þess að til framtíðar verði hér áframhaldandi vöxtur og ferðaþjónustan sé grein sem þurfi að hlúa vel að til að halda þessu jákvæða viðhorfi.“Að neðan má lesa tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins.Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til að styðja við framtíðarsýnina hafa einnig verið sett niður markmið um að árið 2030 verði heildarútgjöld ferðamanna 700 milljarðar króna, yfir 90% landsmanna verði jákvæð í garð ferðaþjónustu, meðmælaskor erlendra ferðamanna verði hærra en 75 og virkri álagsstýringu hafi verið komið á. Í dag er einnig kynnt annað stórt verkefni á sviði ferðaþjónustu: Jafnvægisás ferðamála. Jafnvægisásinn er nýtt, viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mælikvörðum sjálfbærrar nýtingar. Er þá horft til samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu. Mælikvarðarnir spanna allt frá ástandi náttúrunnar og ánægju heimamanna til framboðs á heimagistingu og ástandi vegakerfisins. Meginniðurstaðan er að núverandi ástand sé á heildina litið farið að nálgast þolmörk. Að óbreyttu þolum við tveggja prósenta árlegan vöxt til ársins 2030 en við fimm prósenta vöxt værum við komin yfir þolmörk árið 2030. „Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Við ætlum að hafa samkeppnishæfni að leiðarljósi og starfa í sátt við land og þjóð. Við ætlum að setja arðsemi framar fjölda ferðamanna, vinna að ávinningi heimamanna um allt land, gæta jafnvægis milli verndar og nýtingar og miða að einstakri upplifun, gæðum og fagmennsku. Það er mikilvægur áfangi að allir helstu hagsmunaaðilar séu sammála um þessa framtíðarsýn og þessi leiðarljós. Og Jafnvægisásinn tryggir að við munum beina kröftum okkar í rétta átt til að ná settu marki,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Áframhaldandi vöxtur verður í ferðaþjónustu næstu árin og Íslendingar standa sig vel í greininni í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er niðurstaða stefnumótunarvinnu sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála og hagsmunahópum í ferðaþjónustu sem kynnt verður í dag. Ferðamálaráðherra mun kynna nýja framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og Jafnvægisás ferðamála í dag. Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni greinarinnar en Jafnvægisásin er nýtt stjórntæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Framtíðarsýnin var unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er nýtt og viðamikið stjórntæki í íslenskri ferðaþjónstu sem á að segja til um það hvar ferðaþjónustan stendur. Er þetta í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á heimvísu.Ólafur Árnason hjá verkfræðistofunni Eflu.Ólafur Árnason, hjá Verkfræðistofunni Eflu, er verkefnastjóri Jafnvægisássins. „Jafnvægisás ferðmála er í rauninni mælitæki til að mæla álag vegna fjölda ferðamanna á umhverfi, samfélag, innviði og efnahag. Rótin að þessu er sú að þessi mikli vöxtur sem að var í ferðamennsku og hefur verið á síðustu árum ýtti undir það að við fengum betra yfirlit og skildum betur hvaða álag þetta var að mynda í samfélagi og umhverfi okkar í dag. Með jafnvægisásnum erum við búin að setja upp kerfi þar sem við getum mælt og metið hvert álag af völdum ferðamanna er á landinu í dag og til framtíðar,“ segir Ólafur. Ólafur segir vinnuna við jafnvægisásinn hafa staðfest þann grun sem áður var um álag á innviði landsins og kolefnisfótspor ferðamennskunnar. „Það kom kannski á óvart er hversu vel við erum að standa okkur í ferðaþjónustu þrátt fyrir mikinn vöxt á síðustu árum. Miðað við meðmælaskor stöndum við hátt í samanburði við aðrar þjóðir. En það er og verður áskorun að viðhalda því. Þrátt fyrir þær áskoranir sem eru í ferðaþjónustunni í dag erum við að horfa til þess að til framtíðar verði hér áframhaldandi vöxtur og ferðaþjónustan sé grein sem þurfi að hlúa vel að til að halda þessu jákvæða viðhorfi.“Að neðan má lesa tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins.Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til að styðja við framtíðarsýnina hafa einnig verið sett niður markmið um að árið 2030 verði heildarútgjöld ferðamanna 700 milljarðar króna, yfir 90% landsmanna verði jákvæð í garð ferðaþjónustu, meðmælaskor erlendra ferðamanna verði hærra en 75 og virkri álagsstýringu hafi verið komið á. Í dag er einnig kynnt annað stórt verkefni á sviði ferðaþjónustu: Jafnvægisás ferðamála. Jafnvægisásinn er nýtt, viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mælikvörðum sjálfbærrar nýtingar. Er þá horft til samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu. Mælikvarðarnir spanna allt frá ástandi náttúrunnar og ánægju heimamanna til framboðs á heimagistingu og ástandi vegakerfisins. Meginniðurstaðan er að núverandi ástand sé á heildina litið farið að nálgast þolmörk. Að óbreyttu þolum við tveggja prósenta árlegan vöxt til ársins 2030 en við fimm prósenta vöxt værum við komin yfir þolmörk árið 2030. „Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Við ætlum að hafa samkeppnishæfni að leiðarljósi og starfa í sátt við land og þjóð. Við ætlum að setja arðsemi framar fjölda ferðamanna, vinna að ávinningi heimamanna um allt land, gæta jafnvægis milli verndar og nýtingar og miða að einstakri upplifun, gæðum og fagmennsku. Það er mikilvægur áfangi að allir helstu hagsmunaaðilar séu sammála um þessa framtíðarsýn og þessi leiðarljós. Og Jafnvægisásinn tryggir að við munum beina kröftum okkar í rétta átt til að ná settu marki,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira