„Útfærslan skiptir öllu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:03 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór. Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór.
Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36