Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:00 vísir/vilhelm Gestirnir úr Mosfellsbænum léku eins og þeir sem valdið hafa í upphafi leiks og ljóst að þarna var á ferðinni lið sem hafði unnið alla þrjá leiki sína til þessa í Olís deildinni. Þeir náðu mest þriggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks en á þeim kafla leiksins var Arnór Freyr Stefánsson hreint út sagt stórkostlegur í marki Aftureldingar. Ekki nóg með að hann varði í þrígang úr galopnum færum FH-inga þá bætti hann um betur og skoraði markið sem kom Aftureldingu þremur mörkum yfir í stöðunni 7-4. Ásbjörn Friðriksson var ekki á þeim buxunum að gefast upp og reif sína menn áfram með mikilvægum mörkum og góðum sendingum. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jöfnuðu FH-ingar metin og var staðan enn jöfn þegar flautað var til hálfleiks en Birgir Már Birgisson skoraði þegar fjórar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Afturelding fór í síðustu sókn hálfleiksins en Phil Döhler varði slakt skot Tuma Steins Rúnarssonar og staðan því 13-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Heimamenn tóku meðbyrinn með sér inn í síðari hálfleik en Einar Rafn Eiðsson skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og FH-ingar voru fljótlega komnir þremur mörkum yfir, staðan þá 18-15. Afturelding tók í kjölfarið leikhlé. Það skilaði árangri því þeir skoruðu næstu þrjú mörk leiksins. Eftir það tók við fimm mínútna kafli þar sem liðin gátu hvorugt skorað en í millitíðinni fékk Einar Ingi Hrafnsson beint rautt spjald fyrir að fara með olnbogann í andlit á FH-ing, algjört óviljaverk samt sem áður. Ásbjörn kom svo FH aftur yfir en leikurinn var í járnum allt þangað til Gestur Ólafur Ingvarsson meiddist þegar sjö mínútur voru eftir. Í kjölfarið fær Afturelding 2ja mínútna brottvísun þar sem þrír starfsmenn koma inn á völlinn. FH skorar næstu tvö mörk leiksins í opið mark þar sem Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur Arnór Frey markvörð af velli til að fjölga leikmönnum í sókninni. Fyrst skorar Birkir Fannar Bragason yfir endilangan völlinn eftir að hafa verið skot og síðan ver hann aftur og sendir á Birgi Má Birgisson sem skorar í autt markið. Innkoma Birkis Fannars í hálfleik umturnaði leiknum fyrir heimamenn en hann múraði einfaldlega fyrir markið. Heimamenn héldu þessari forystu allt þangað til undir lok leiks en Afturelding skoraði síðasta mark leiksisn þegar nokkrar sekúndur voru eftir. FH lét hins vegar klukkuna renna út, Einari Andra til mikils ama en hann fór beint upp að dómaratvíeyki leiksins er flautið gall. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Aftureldingar í vetur staðreynd. Af hverju vann FH? Af því Birkir Fannar mætti í markið í hálfleik og Einar Rafn ákvað að finna sig þegar leið á leikinn. Þá má benda á rauða spjald Einars Inga ásamt meiðslum Gests sem og brottvísunina í kjölfarið sem ákveðinn vendipunkt í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr var frábær í marki Aftureldingar og varði hvað eftir annað úr opnum dauðafærum ásamt því að verja tvö víti. Kollegi hans, Birkir Fannar, sem kom inn í hálfleik snéri leiknum hins vegar vil fyrir heimamenn. Þá fóru þeir Ásbjörn og Einar Rafn mikinn í sóknarleik FH á meðan hornamaðurinn knái Guðmundur Árni Ólafsson fór mikinn fyrir Mosfellinga. Hvað gekk illa? Bæði lið hafa átt betri leik sóknarlega. Hvað gerist næst? Afturelding fær Val í heimsókn í Mosfellsbæinn á laugardaginn eftir viku en FH mætir Haukum í Hafnafjarðarslagnum á miðvikudaginn í næstu viku eða þann 9. október.Ósáttur Einar Andri eftir fyrsta tap Aftureldingar: Var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.Sigursteinn: Þakka Magnúsi Sigmundssyni, þetta var hans ákvörðun„Bara rosalega vel. Þetta var ljúft, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, um líðan sína að leik loknum. „Mig langar að þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik, þeir voru ógeðslega erfiðir. En ég er ánægður með varnarleikinn okkar og Birkir Fannar kom frábær inn í seinni hálfleik. Við héldum áfram allan tímann og ég er ánægður með það,“ sagði Sigursteinn um það sem skóp sigurinn. „Verð að þakka Magnúsi Sigmundssyni fyrir það, þetta var hans hugmynd og hún virkaði heldur betur,“ sagði Sigursteinn um þá ákvörðun að setja Birki Fannar inn í hálfleik. Að lokum var Sigursteinn spurður út í komandi verkefni en það er nóg að gera hjá FH. „Það verður frábært að mæta Haukunum en fyrst eigum við Evrópuleik á sunnudag sem allur okkar fókus fer á.“Ásbjörn: Kom ekkert annað til greina en að taka tvö stig „Góður leikur. Við spiluðum góða vörn eftir erfiðar fyrstu tíu, erum klaufar í dauðafærum og Afturelding er hörkugott lið svo við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri,“ sagði Ásbjörn um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Eftir svekkjandi tap í Eyjum síðast kom ekkert annað en til greina að taka tvö stig hér í kvöld,“ sagði hann ennfremur um leik kvöldsins „Fengum mjög erfitt prógram í byrjun en höfum spilað nokkuð vel. Höfum verið klaufar í brottvísinum sem gæti hafa kostað okkur stig en heilt yfir höfum við verið að spila ágætlega. Þurfum þó að fínstilla nokkur atriði sóknarlega,“ sagði miðjumaðurinn knái að lokum. Olís-deild karla
Gestirnir úr Mosfellsbænum léku eins og þeir sem valdið hafa í upphafi leiks og ljóst að þarna var á ferðinni lið sem hafði unnið alla þrjá leiki sína til þessa í Olís deildinni. Þeir náðu mest þriggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks en á þeim kafla leiksins var Arnór Freyr Stefánsson hreint út sagt stórkostlegur í marki Aftureldingar. Ekki nóg með að hann varði í þrígang úr galopnum færum FH-inga þá bætti hann um betur og skoraði markið sem kom Aftureldingu þremur mörkum yfir í stöðunni 7-4. Ásbjörn Friðriksson var ekki á þeim buxunum að gefast upp og reif sína menn áfram með mikilvægum mörkum og góðum sendingum. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jöfnuðu FH-ingar metin og var staðan enn jöfn þegar flautað var til hálfleiks en Birgir Már Birgisson skoraði þegar fjórar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Afturelding fór í síðustu sókn hálfleiksins en Phil Döhler varði slakt skot Tuma Steins Rúnarssonar og staðan því 13-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Heimamenn tóku meðbyrinn með sér inn í síðari hálfleik en Einar Rafn Eiðsson skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og FH-ingar voru fljótlega komnir þremur mörkum yfir, staðan þá 18-15. Afturelding tók í kjölfarið leikhlé. Það skilaði árangri því þeir skoruðu næstu þrjú mörk leiksins. Eftir það tók við fimm mínútna kafli þar sem liðin gátu hvorugt skorað en í millitíðinni fékk Einar Ingi Hrafnsson beint rautt spjald fyrir að fara með olnbogann í andlit á FH-ing, algjört óviljaverk samt sem áður. Ásbjörn kom svo FH aftur yfir en leikurinn var í járnum allt þangað til Gestur Ólafur Ingvarsson meiddist þegar sjö mínútur voru eftir. Í kjölfarið fær Afturelding 2ja mínútna brottvísun þar sem þrír starfsmenn koma inn á völlinn. FH skorar næstu tvö mörk leiksins í opið mark þar sem Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur Arnór Frey markvörð af velli til að fjölga leikmönnum í sókninni. Fyrst skorar Birkir Fannar Bragason yfir endilangan völlinn eftir að hafa verið skot og síðan ver hann aftur og sendir á Birgi Má Birgisson sem skorar í autt markið. Innkoma Birkis Fannars í hálfleik umturnaði leiknum fyrir heimamenn en hann múraði einfaldlega fyrir markið. Heimamenn héldu þessari forystu allt þangað til undir lok leiks en Afturelding skoraði síðasta mark leiksisn þegar nokkrar sekúndur voru eftir. FH lét hins vegar klukkuna renna út, Einari Andra til mikils ama en hann fór beint upp að dómaratvíeyki leiksins er flautið gall. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Aftureldingar í vetur staðreynd. Af hverju vann FH? Af því Birkir Fannar mætti í markið í hálfleik og Einar Rafn ákvað að finna sig þegar leið á leikinn. Þá má benda á rauða spjald Einars Inga ásamt meiðslum Gests sem og brottvísunina í kjölfarið sem ákveðinn vendipunkt í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr var frábær í marki Aftureldingar og varði hvað eftir annað úr opnum dauðafærum ásamt því að verja tvö víti. Kollegi hans, Birkir Fannar, sem kom inn í hálfleik snéri leiknum hins vegar vil fyrir heimamenn. Þá fóru þeir Ásbjörn og Einar Rafn mikinn í sóknarleik FH á meðan hornamaðurinn knái Guðmundur Árni Ólafsson fór mikinn fyrir Mosfellinga. Hvað gekk illa? Bæði lið hafa átt betri leik sóknarlega. Hvað gerist næst? Afturelding fær Val í heimsókn í Mosfellsbæinn á laugardaginn eftir viku en FH mætir Haukum í Hafnafjarðarslagnum á miðvikudaginn í næstu viku eða þann 9. október.Ósáttur Einar Andri eftir fyrsta tap Aftureldingar: Var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.Sigursteinn: Þakka Magnúsi Sigmundssyni, þetta var hans ákvörðun„Bara rosalega vel. Þetta var ljúft, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, um líðan sína að leik loknum. „Mig langar að þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik, þeir voru ógeðslega erfiðir. En ég er ánægður með varnarleikinn okkar og Birkir Fannar kom frábær inn í seinni hálfleik. Við héldum áfram allan tímann og ég er ánægður með það,“ sagði Sigursteinn um það sem skóp sigurinn. „Verð að þakka Magnúsi Sigmundssyni fyrir það, þetta var hans hugmynd og hún virkaði heldur betur,“ sagði Sigursteinn um þá ákvörðun að setja Birki Fannar inn í hálfleik. Að lokum var Sigursteinn spurður út í komandi verkefni en það er nóg að gera hjá FH. „Það verður frábært að mæta Haukunum en fyrst eigum við Evrópuleik á sunnudag sem allur okkar fókus fer á.“Ásbjörn: Kom ekkert annað til greina en að taka tvö stig „Góður leikur. Við spiluðum góða vörn eftir erfiðar fyrstu tíu, erum klaufar í dauðafærum og Afturelding er hörkugott lið svo við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri,“ sagði Ásbjörn um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Eftir svekkjandi tap í Eyjum síðast kom ekkert annað en til greina að taka tvö stig hér í kvöld,“ sagði hann ennfremur um leik kvöldsins „Fengum mjög erfitt prógram í byrjun en höfum spilað nokkuð vel. Höfum verið klaufar í brottvísinum sem gæti hafa kostað okkur stig en heilt yfir höfum við verið að spila ágætlega. Þurfum þó að fínstilla nokkur atriði sóknarlega,“ sagði miðjumaðurinn knái að lokum.