Tímamótaverkefni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun