Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. september 2019 15:33 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent