Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 09:18 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00