Óplægður akur í fjármögnun fyrirtækja Kári Finnsson skrifar 25. september 2019 07:00 Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Tækni Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun