Bein útsending: Umdeildir leiðtogar taka fyrstir til máls hjá SÞ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 12:21 Abdel Fattah el-Sisi og Donald Trump eru meðal fyrstu ræðumanna í dag. AP/Evan Vucci Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan. Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan.
Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira