Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 23:30 Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með. Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með.
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30
Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00
Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00