Veikindi flugfreyja rannsökuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 14:47 Nokkrar flugfreyjur hafa veikst um borð í Icelandair vélum en málin eru nú til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00