Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 13:21 Meira en 150 þúsund ferðamenn gætu strandað verði Thomas Cook gjaldþrota. getty/Fabrizio Gandolfo Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28