Sunnlendingar fá nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem mætti nýlega á fund á Selfossi til að ræða Heilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030. Hún svaraði nokkrum spurningum á fundinum, m.a. um stöðu hjúkrunarheimila í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira