Fótbolti

Bayern valtaði yfir Köln

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Bayern fagna marki
Leikmenn Bayern fagna marki vísir/getty
Bayern München valtaði yfir tíu menn Köln í þýsku Bundesligunni í dag. Augsburg gerði jafntefli við Freiburg á útivelli.

Robert Lewandowski var ekki lengi að koma Bayern yfir á Allianz Arena í München í dag. Hann skoraði strax á þriðju mínútu eftir skyndisókn.

Hann bætti öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks eftir hornspyrnu.

Gestirnir frá Köln léku einum færri síðasta hálftímann eftir að Kingsley Ehizibue fékk beint rautt spjald. Spjaldið fékk hann fyrir að brjóta á Philippe Coutinho innan vítateigs. Vítaspyrna var dæmd, Coutinho fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Coutinho var svo aftur á ferðinni á 73. mínútu þegar hann lagði upp fyrir Ivan Perisic, lokatölur í München urðu 4-0.

Alfreð Finnbogason var með fyrirliðabandið þegar Augsburg sótti Freiburg heim. Heimamenn komust yfir á 23. mínútu en gestirnir frá Augsburg náðuð að jafna áður en fyrri hálfleikur var úti.

Í seinni hálfleik var ekkert mark skorað og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Bayern er ósigrað á toppi deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki. Freiburg er í öðru sæti með 10 stig, líkt og þrjú önnur lið. Augsburg er um miðja deild, í 11. sæti með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×