Málamiðlun nauðsynleg á grunni löggjafar Jón Gunnarsson skrifar 20. september 2019 08:00 Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Gunnarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun