Netverslun með áfengi lýðheilsumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. september 2019 06:45 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira